Erlent

Sextíu börn látist af völdum óþekkts sjúkdóms

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Börn í Kambódíu.
Börn í Kambódíu. mynd/ afp.
Heilbrigðisyfirvöld í Kambódíu eru að leita að orsökum óþekkts sjúkdóms sem hefur orðið meira en 60 börnum að bana á síðustu þremur mánuðum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin greindi frá þessu í morgun, samkvæmt frásögn AP fréttastofunnar.

AP fréttastofan segir líka að það séu engin ummerki þess að sjúkdómurinn berist á milli manna. Aphaluck Bhatiasevi, talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir að heilbrigðisstarfsmenn séu að skoða hvort um sé að ræða einn sjúkdóm eða samansafn af mörgum sjúkdómum.

Börnin sem létust voru yngri en tíu ára og fengu upphaflega mkinn hita, en á eftir fylgdu ýmis einkenni taugasjúkdóma og öndunarerfiðleikar. Þau einkenni versnuðu fljótlega. Sjúkdómseinkennin hafa fundist í börnum í fjórtán héruðum í suðurhluta Kambódíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×