Erlent

Strandvörður rekinn fyrir að bjarga lífi sundmanns

Strandvörður í Flórída hefur verið rekinn úr starfi sínu sökum þess að hann fór og bjargaði sundmanni frá drukknum en sundmaðurinn var þá staddur utan þess öryggissvæðis sem strandvörðurinn átti að gæta.

Þetta mál hefur vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum en strandvörðurinn segir að það sé fáránlegt að einhver girðing eigi að ákveða hvort fólki sé bjargað úr lífshættu eða ekki.

Yfirmenn strandvarðarins segja að hann hafi brotið reglur með athæfi sínu og að aðrir strandverðir hafi átt að sinna sundmanninum.

Tveir af starfsfélögum sundvarðarins hafa sagt upp störfum sínum til að sýna samstöðu með honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×