Fleiri fréttir

Éttu og haltu kjafti

Þar sem Norðmaðurinn Henrik Ulven sat í Ryanair flugvélinni frá Berlín til Rygge í Noregi ákvað hann að gera nú vel við sig.

David Cameron gaf Obama graffitiverk

Nýi forsætisráðherra Breta var á töffaralegum nótum í gjafavali fyrir heimsókn sína til Washington. Þeir Obama skiptust á gjöfum í gær.

Yfir 30 slösuðust um borð í Boeing

Yfir 30 manns slösuðust þegar Boeing 777 vél frá United Airlines lenti í mikilli ókyrrð yfir Kansas í Bandaríkjunum í nótt, þegar vélin var á leið frá Wasington til Los Angeles.

Góð gleði í Varsjá

Talið er að yfir 8000 manns hafi tekið þátt í Gleðigöngu homma og lesbía í Varsjá í Póllandi um síðustu helgi.

Fundu óhreyfða gröf Maya konungs í Guatemala

Fornleifafræðingar hafa fundið óhreyfða gröf Maya konungs í Guatemala. Fundurinn hefur vakið mikla athygli enda sjaldgæft að grafir sem þessar hafi sloppið undan grafarræningjum.

Stjórnvöld munu fá helming framlaga

Staðið verður við það markmið að afganski herinn taki við öryggisgæslu í Afganistan fyrir árið 2014. Þetta sagði Hamid Karzai, forseti landsins, á alþjóðaráðstefnu um málefni þess sem fram fór í Kabúl í gær.

Heimsækja landamærin

Varnarmála- og utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Robert Gates og Hillary Clinton, munu heimsækja einskismannslandið milli Suður- og Norður-Kóreu í dag. Það gera þau til að sýna „staðfasta skuldbindingu“ sína við Suður-Kóreu.

Óttast vímuhughrif úr MP3-skrám

„Stafræn eiturlyf“ sem sækja má á Netið ógna velferð ungmenna, að því er segir á fréttavef News9.com í Oklahoma í Bandaríkjunum.

Cameron í vanda í Washington

Það sem Bandaríkjamönnum er efst í huga í þessari heimsókn breska forsætisráðherrans er annarsvegar olíulekinn á Mexíkóflóa og hinsvegar Lockerbie morðinginn sem Bretar slepptu úr haldi.

35 ár frá stefnumóti í geimnum

Þrjátíu og fimm ár eru liðin frá fyrstu alþjóðlegu geimferðinni. Það var 19. júlí árið 1975 sem bandarískt Apollo geimfar og rússneskt Soyuz geimfar hittust á braut um jörðu og voru tengd saman.

Sýrland bannar búrka klæðnað

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa bannað konum að klæðast alt-hyljandi fatnaði í háskólum landsins. Þetta á bæði við um níkab og búrka.

Flugfreyja stal frá sofandi farþegum

Flugfreyja hjá Air France á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi fyrir að stela tugmilljóna króna verðmætum frá sofandi farþegum.

Létta þrýsting á stíflur í Kína

Flóðin í Kína eru síst í rénun. Neyðarsveitir eru stöðugt á ferðinni við Yangtze fljótið til þess að minnka þrýsting á stíflur með því að hleypa vatni úr uppistöðulónum.

Danir borga Talibönum fyrir að hætta að berjast

Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að borga vígamönnum Talibana í Afganistan fé til þess að fá þá til að leggja niður vopn sín og hætta að berjast við danska hermenn í Helmand héraðinu.

Landabrugg fer ört vaxandi í Bandaríkjunum

Æ fleiri Bandaríkjamenn leggja nú stund á landabruggun þótt hún sé ólögleg í öllum ríkjum Bandaríkjanna og við henni liggi háar sektir og fangelsisdómar.

500 milljónir dala til Pakistans

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að ríkisstjórn landsins hyggist verja 500 milljónum Bandaríkjadala í uppbyggingarstarf í landinu á næstunni.

Airbus hálfnað með árssöluna

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus er kominn hálfa leið að því marki sínu að afhenda að minnsta kosti tuttugu A380 risaþotur á þessu ári.

Enginn hefur yfirsýn yfir öryggismál

Umfang leyniþjónustu í Bandaríkjunum er orðið svo mikið og þunglamalegt að enginn veit hversu mikið hún kostar, hversu margir starfa í henni, hversu mörg verkefni eru í vinnslu innan hennar eða nákvæmlega hversu margar stofnanir gera það sama.

Útlimir teknir af án svæfinga

Læknar í Norður-Kóreu neyðast til þess að fjarlægja útlimi fólks án þess að það fái svæfingu og þurfa að vinna við kertaljós án nauðsynlegra lyfja, hita og rafmagns. Þetta segir í skýrslu Amnesty International um ástand heilbrigðiskerfisins.

Alsæla gæti gagnast við áfallastreituröskun

Lyfið alsæla getur gert meðferð við áfallastreituröskun skilvirkari, samkvæmt nýrri rannsókn sem greint er frá á fréttavef BBC. Um 20 sjúklingar tóku þátt í rannsókninni og hafa rannsakendur nú fengið leyfi til þess að gera

Konur ná toppnum rétt yfir þrítugu

Konur eru fallegastar þegar þær eru 31. árs gamlar. Þá ná þær hámarki í stíl, sjálfstrausti og glæsilegu útliti, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem sagt er frá í Daily Telegraph. Meira en 2000 Bretar af báðum kynjum tóku þátt í rannsókninni. Það er því ljóst að konur á borð við Jennifer Love Hewitt og Katie Holmes mega vel við una því þær eru allar 31. árs gamlar.

Blaðamaður myrtur í Aþenu

Grískur blaðamaður var myrtur fyrir framan heimili sitt í Aþenu í dag. Morðið er rakið til hóps öfgamanna sem kalla sig Samtök byltingarsinna.

Palestinskur sólarbíll

Þrír nemendur við Palestinska tækniháskólann í Hebron hafa smíðað bíl sem gengur fyrir sólarorku.

Ísland númer tvö í heiminum á Facebook

Aðeins á Bresku Jómfrúreyjum er stærra hlufall þjóðar með Facebook síðu en á Íslandi. Norskir fjölmiðlar skýra frá þessu en Norðmenn trónuðu lengi á toppnum.

Ég vona að hann rotni í helvíti

Þegar hann var að ljúka við að afplána fangelsisdóm fyrir ofbeldisbrot hafði Raoul Moat samband við kunningja sem útvegaði honum afsagaða haglabyssu.

Hæsti meðalhiti síðan mælingar hófust

Menn geta deilt um ástæðurnar, en jörðin er að hlýna. Bandaríska veðurstofan hefur upplýst að fyrstu sex mánuðir þessa árs hafi verið þeir hlýjustu síðan mælingar hófust árið 1880.

Sextugur karlamaður slasaðist í Keflavík

Karlmaður á sextugsaldri, sem slasaðist í Keflavík í gær, þegar lok af loftþrýstigeymi þeyttist framan í hann , gekkst undir aðgerð á Landsspítalanum í gærkvöldi og er ekki í lífshættu.

Yfir 50 fórust í lestarslysi á Indlandi

Að minnsta kosti 52 fórust í lestarslysi á Indlandi í nótt. Þá var farþegalest ekið á aðra kyrrstæða lest við brautarstöð í Vestur Bengal.

Sjá næstu 50 fréttir