Enginn hefur yfirsýn yfir öryggismál 20. júlí 2010 04:00 Stofnunum sem starfa í öryggismálum og gegn hryðjuverkum fjölgaði mikið undir stjórn George W. Bush og fengu margar þeirra hærri upphæðir frá ríkinu en þær gátu eytt. fréttablaðið/úr safni Umfang leyniþjónustu í Bandaríkjunum er orðið svo mikið og þunglamalegt að enginn veit hversu mikið hún kostar, hversu margir starfa í henni, hversu mörg verkefni eru í vinnslu innan hennar eða nákvæmlega hversu margar stofnanir gera það sama. Þetta kemur fram í frétt blaðsins Washington Post, sem hefur rannsakað starfsemina í tvö ár. Ómögulegt er að segja til um það hversu áhrifaríkar aðgerðir Bandaríkjamanna í öryggismálum og baráttunni gegn hryðjuverkum hafa verið frá 11. september 2001 vegna þessa. Blaðið lýsir því sem svo að í raun sé um að ræða leynilegan heim í Bandaríkjunum sem sé hulinn almenningi og enginn hafi í raun yfirsýn yfir. Mörg verkefni eru aðeins á vitorði helstu yfirmanna og finnast því hvergi í opinberum skrám. Tæplega þrettán hundruð opinberar stofnanir og hátt í tvö þúsund einkafyrirtæki starfa við þessi mál á tíu þúsund stöðum víðs vegar um landið. Að minnsta kosti fimmtungur þeirra varð til eftir hryðjuverkaárásirnar hinn 11. september 2001, eða 263 stofnanir. Margar stofnananna sem voru til fyrir hafa stækkað gífurlega mikið síðan árásirnar voru gerðar. Svo virðist sem fjölmargar stofnanir vinni sama verkið, til dæmis fylgist 51 stofnun í fimmtán borgum landsins með peningaflæði til og frá hryðjuverkasamtökum. Um 1,7 milljarðar tölvubréfa, símtala og annars konar samskipta er vistaður hjá öryggisstofnunum á hverjum degi, en engin þeirra kemst nálægt því að ná að fara í gegnum allt magnið. Þá eru svo margar skýrslur gefnar út af þessum stofnunum að þær gera lítið gagn. Margar fara algjörlega fram hjá þeim sem eiga að lesa þær. Varnarmálaráðherrann Robert M. Gates sagði í viðtali við blaðið í síðustu viku að vegna vaxtar þessa geira sé erfitt að ná utan um alla starfsemina. Hann sagðist þó ekki telja að kerfið sé orðið of stórt til að það sé hægt, en viðurkenndi að erfitt geti reynst að fá nákvæmar upplýsingar. Washington Post ætlar að birta annan og þriðja hluta rannsóknar sinnar í dag og á morgun. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Umfang leyniþjónustu í Bandaríkjunum er orðið svo mikið og þunglamalegt að enginn veit hversu mikið hún kostar, hversu margir starfa í henni, hversu mörg verkefni eru í vinnslu innan hennar eða nákvæmlega hversu margar stofnanir gera það sama. Þetta kemur fram í frétt blaðsins Washington Post, sem hefur rannsakað starfsemina í tvö ár. Ómögulegt er að segja til um það hversu áhrifaríkar aðgerðir Bandaríkjamanna í öryggismálum og baráttunni gegn hryðjuverkum hafa verið frá 11. september 2001 vegna þessa. Blaðið lýsir því sem svo að í raun sé um að ræða leynilegan heim í Bandaríkjunum sem sé hulinn almenningi og enginn hafi í raun yfirsýn yfir. Mörg verkefni eru aðeins á vitorði helstu yfirmanna og finnast því hvergi í opinberum skrám. Tæplega þrettán hundruð opinberar stofnanir og hátt í tvö þúsund einkafyrirtæki starfa við þessi mál á tíu þúsund stöðum víðs vegar um landið. Að minnsta kosti fimmtungur þeirra varð til eftir hryðjuverkaárásirnar hinn 11. september 2001, eða 263 stofnanir. Margar stofnananna sem voru til fyrir hafa stækkað gífurlega mikið síðan árásirnar voru gerðar. Svo virðist sem fjölmargar stofnanir vinni sama verkið, til dæmis fylgist 51 stofnun í fimmtán borgum landsins með peningaflæði til og frá hryðjuverkasamtökum. Um 1,7 milljarðar tölvubréfa, símtala og annars konar samskipta er vistaður hjá öryggisstofnunum á hverjum degi, en engin þeirra kemst nálægt því að ná að fara í gegnum allt magnið. Þá eru svo margar skýrslur gefnar út af þessum stofnunum að þær gera lítið gagn. Margar fara algjörlega fram hjá þeim sem eiga að lesa þær. Varnarmálaráðherrann Robert M. Gates sagði í viðtali við blaðið í síðustu viku að vegna vaxtar þessa geira sé erfitt að ná utan um alla starfsemina. Hann sagðist þó ekki telja að kerfið sé orðið of stórt til að það sé hægt, en viðurkenndi að erfitt geti reynst að fá nákvæmar upplýsingar. Washington Post ætlar að birta annan og þriðja hluta rannsóknar sinnar í dag og á morgun. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira