Erlent

Góð gleði í Varsjá

Óli Tynes skrifar
Hommar og lesbíur gleðjast í Varsjá.
Hommar og lesbíur gleðjast í Varsjá. Mynd/AP

Talið er að yfir 8000 manns hafi tekið þátt í Gleðigöngu homma og lesbía í Varsjá í Póllandi um síðustu helgi.

Þetta er í fyrsta skipti sem samevrópsk gleðiganga Europride er haldin í höfuðborg í Austur-Evrópuríki.  Þar hefur  samkynhneigt fólk átt mjög undir högg að sækja.

Slíkar göngur hafa víða verið í óþökk stjórnvalda og aðsúgur gerður að göngufólkinu.

Gangan í Varsjá fór friðsamlega og glaðlega fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×