Erlent

Heimsækja landamærin

Clinton og Gates verða í Suður-Kóreu í dag. fréttablaðið/ap
Clinton og Gates verða í Suður-Kóreu í dag. fréttablaðið/ap
Varnarmála- og utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Robert Gates og Hillary Clinton, munu heimsækja einskismannslandið milli Suður- og Norður-Kóreu í dag. Það gera þau til að sýna „staðfasta skuldbindingu“ sína við Suður-Kóreu.

Suður-Kórea og Bandaríkin standa fyrir sameiginlegum heræfingum á sunnudag. Gates og Clinton munu funda með ráðherrum landsins og taka þátt í athöfn vegna þess að 60 ár eru liðin frá upphafi Kóreustríðsins. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×