Erlent

Hundruðum dauðra mörgæsa skolar á land

Óli Tynes skrifar
Talið er að mörgæsirnar hafi örmagnast af hungri,
Talið er að mörgæsirnar hafi örmagnast af hungri,

Vísindamenn í Brasilíu hafa hafið rannsókn á hundruðum dauðra mörgæsa sem skolað hefur á land á ströndum héraðsins Sao Paolo.

Íbúar í strandbæjum hafa fundið 530 mörgæsir, fimm höfrunga, þrjár risaskjaldbökur og mikinn fjölda sjófugla í flæðarmálinu.

Ekki er talið að mengun sé um að kenna heldur að dýrin hafi drepist úr hungri.

Dýralæknir í einum strandbæjanna telur líklegt að mörgæsirnar hafi örmagnast á langri leið sinni frá ströndum Argentínu. Þær hafi ekki fundið nóg æti á leiðinni og því drepist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×