Erlent

Palestinskur sólarbíll

Óli Tynes skrifar
Sól, sól skín á mig.
Sól, sól skín á mig.

Þrír nemendur við Palestinska tækniháskólann í Hebron hafa smíðað bíl sem gengur fyrir sólarorku.

Það þykir umtalsvert afrek því bíllinn var smíðaður af litlum efnum og lausnirnar þykja hugvitsamlegar.

Bíllinn er með tveggja hestafla rafmótor og nær um þrjátíu kílómetra hraða. Stærstur hluti af yfirborði hans er þakinn sólarsellum en einnig er hægt að stinga honum í samband ef það er skýjað.

Prófessor við tækniháskólann segir að hægt sé að smíða svona bíla fyrir um hálfa milljón króna.

Til þess að framleiða fyrir markað þurfi þó helmingi meira fé því slíkur bíll yrði að komast hraðar og geta ekið við hverskonar aðstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×