Erlent

Ekki breskt að banna búrkaklæðnað

Óli Tynes skrifar

Innflytjendaráðherra Bretlands segir að ekki standi til að banna búrkaklæðnað múslimakvenna þar í landi.

Búrka hylur fólk frá toppi til táar og það er net fyrir augunum þannig að þau sjást ekki heldur.

Damien Green innflytjendaráðherra segir í samtali við breska blaðið Daily Telegraph að það væri frekar „óbreskt" að fara að skipta sér af því hvernig fólk kýs að klæðast.

Franska þingið samþykkti nær samhljóða að banna flíkina þar í landi og Belgar voru fyrsta Evrópuríkið til að samþykkja slíkt bann.

Í báðum löndum var borið við bæði öryggissjónarmiðum og að klæðnaðurinn samrýmdist ekki þarlendum siðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×