Erlent

Banki í Sviss sviptir hulunni af óþekktum verkum Kafka

Á næstunni verður bankahólf í banka í Zurich í Sviss opnað en talið er að það geymi handrit og teikningar eftir rithöfundinn Franz Kafka.

Opnun hólfsins er síðasti snúningurinn í langdreginni lagadeilu um hverjir séu eigendur innihalds þess. Tvær systur í Ísrael halda því fram að handritin og teikningarnar séu arfur frá móður sinni en stjórnvöld í Ísraels krefjast eignarhalds þar sem um hluta af menningararfleið landsins sé að ræða.

Kafka bað rithöfundinn Max Brod að brenna þessa pappíra eftir andlát sitt en Brod gerði það ekki. Hann arfleiddi síðan ritara sinn að handritunum og teikningunum en ritarinn er móður systranna tveggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×