Erlent

Sextugur karlamaður slasaðist í Keflavík

Karlmaður á sextugsaldri, sem slasaðist í Keflavík í gær, þegar lok af loftþrýstigeymi þeyttist framan í hann , gekkst undir aðgerð á Landsspítalanum í gærkvöldi og er ekki í lífshættu.

Hann var að vinna við sandblástur í bílskúr, þegar slysið varð og var hann fyrst fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landsspítalann. Vinnueftirlitið kannar vettvang slyssins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×