Erlent

Lindsay Lohan komin bakvið lás og slá

Leikkonan Lindsey Lohan hefur hafið afplánun sína á 90 daga fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir brot á skilorði.

Leikkonan var flutt í handjárnum í fangelsi suður af Los Angeles í gærkvöldi. Samkvæmt fréttum í bandarískum fjölmiðlum er talið líklegt að Lohan muni ekki afplána nema í mesta lagi þrjár vikur af þessum dómi sínum vegna þess hve yfirfull fangelsi Kaliforníu eru og langir biðlistar eftir plássum í þeim.

Lohan mun fara í afvötnun þegar hún lýkur fangelsisvistinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×