Erlent

Hæsti meðalhiti síðan mælingar hófust

Óli Tynes skrifar
Sól, sól skín á mig.
Sól, sól skín á mig.

Menn geta deilt um ástæðurnar, en jörðin er að hlýna. Bandaríska veðurstofan hefur upplýst að fyrstu sex mánuðir þessa árs hafi verið þeir hlýjustu síðan mælingar hófust árið 1880.

Meðalhiti á yfirborði lands og sjávar á jörðinni hefur verið 14,2 gráður á Celsius. Það er 1,22 gráðum meira en meðaltalið var á tuttugustu öld.

Á síðustu fimmtán árum hefur hitametið raunar verið slegið 10 sinnum sem er óneitanlega vísbending um hlýnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×