Erlent

Yfir 50 fórust í lestarslysi á Indlandi

Að minnsta kosti 52 fórust í lestarslysi á Indlandi í nótt. Þá var farþegalest ekið á aðra kyrrstæða lest við brautarstöð í Vestur Bengal.

Yfir 90 manns liggja sárir eftir slysið. Samkvæmt frétt á BBC er ekki vitað nákvæmlega um orsakir slyssins. Björgunaraðgerðum er lokið en nota þurfti logsuðutæki til að ná sumum farþegann út úr lestinni.

Vegna slyssins liggja lestarferðir nú niðri milli Bengal og Kalkútta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×