Erlent

Tveir féllu í árás á orkuver í Kákasus fjöllunum

Tveir öryggisverðir féllu og þrír liggja sárir eftir hryðjuverkaárás á rússneskt vatnsorkuver í Kákasus fjöllunum.

Sprengja var sprengd í stjórnstöð orkuversins í nótt en starfsemi þess raskaðist ekki. Orkuverið liggur við Baksan ánna í norðurhluta Kákasus en á þessum svæði hafa íslamskir hryðjuverkamenn oft efnt til árása gegn Rússum að undanförnu.

Talið er að 12 hryðjuverkamenn í tveimur bílum hafi staðið að árásinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×