Erlent

Reyndu að selja stolna undirskrift Neil Armstrong

Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að stela tollskjali með undirskrift geimfarans Neil Armstrong. Armstrong var fyrsti geimfarinn sem steig fæti sínum á tunglið.

Mennirnir reyndu að selja skjalið með undirskriftinni á uppboðssíðu á netinu. Tilboðin í skjalið voru komin yfir 1.000 dollara þegar uppboðið var stöðvað og mennirnir handteknir. Þeir munu hafa aðstoðað Armstrong nýlega við að fylla út skjalið á flugvellinum í Boston þegar geimfarinn kom úr utanlandsför.

Í ár verða 41 ár liðið frá því að Armstrong gekk um á tunglinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×