Erlent

Cameron í vanda í Washington

Óli Tynes skrifar
David Cameron og Barack Obama.
David Cameron og Barack Obama.

Það sem Bandaríkjamönnum er efst í huga í þessari heimsókn breska forsætisráðherrans er annarsvegar olíulekinn á Mexíkóflóa og hinsvegar Lockerbie morðinginn sem Bretar slepptu úr haldi.

Þessi mál tengjast raunar. Það var breska olíufélagið British Petroleum sem rak borpallinn sem sprakk og sökk á Mexíkóflóa. Úr því er orðið mesta mengunarslys í sögu Bandaríkjanna.

Hinsvegar er það svo Libyski leyniþjónustumaðurinn sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjutilræðið við breiðþotu Pan American farþegaþotuna yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.

Tvöhundruð og sjötíu manns fórust með flugvélinni og á jörðu niðri.

Bretar slepptu honum á síðasta ári. Þeir sögðu það vera af mannúðarástæðum þar sem hann væri að deyja úr krabbameini og ætti aðeins örfáa mánuði eftir ólifað.

Libyumaðurinn er hinsvegar enn á lífi og staðinn upp úr hjólastólnum.

Það sem gerir Bandaríkjamenn alveg bandbrjálaða er svo virðist sem hið hataða British Petroleum hafi haft áhrif á lausn hans til að greiða fyrir olíusamningi við Libyu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×