Erlent

Létta þrýsting á stíflur í Kína

Óli Tynes skrifar
Ógnarkraftur er á vatninu þegar hleypt er af stíflunum.
Ógnarkraftur er á vatninu þegar hleypt er af stíflunum. Mynd/AP

Flóðin í Kína eru síst í rénun. Neyðarsveitir eru stöðugt á ferðinni við Yangtze fljótið til þess að minnka þrýsting á stíflur með því að hleypa vatni úr uppistöðulónum.

Þetta eru mestu flóð sem komið hafa í landinu síðan Þriggja gljúfra stíflurnar voru reistar. Ausandi rigning hefur verið á þeim slóðum undanfarna daga.

Hundruð manna hafa farist og yfir sexhundruð þúsund manns þurft að flýja heimili sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×