Erlent

Hröpuðu til jarðar í véldrifinni fallhlíf

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fallhlíf með hreyfli, svonefnd „paraglider“. Myndin tengist ekkki þessari frétt.
Fallhlíf með hreyfli, svonefnd „paraglider“. Myndin tengist ekkki þessari frétt.

Ótrúlegt þykir að ekki hafi orðið stórslys þegar feðgar í fallhlíf sem knúin var með hreyfli hröpuðu til jarðar og lentu í hópi fólks á hátíðarhöldum vegna frídags verslunarmanna í Hooper í Utah í gær. Sex manns í hópnum slösuðust en hvorugur feðganna. Þeir höfðu ætlað að dreifa sælgæti yfir mannfjöldann úr fallhlífinni þegar vind herti skyndilega með þeim afleiðingum að fallhlífin missti hæð og endaði í hópnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×