Erlent

MacDonalds tapar fyrir McCurry

Trúðurinn McRonald hlær ekki hátt núna.
Trúðurinn McRonald hlær ekki hátt núna.

Skyndibitakeðjan heimsfræga, MacDonalds, tapaði dómsmáli gegn malasíska skyndibitastaðnum McCurry en forsvarmenn hamborgarastaðarins vildu meina að nafn staðanna væri ólöglega lík.

Malsískur dómstóll dæmdi hinsvegar McCurry sigur í málinu sem sérfræðingar telja er að sé fordæmisgefandi. Karrístaðurinn er í Kuala Lumpur og heldur nafni sínu með góðri samvisku þrátt fyrir tilraunir hamborgarakeðjunnar til þess að svipta staðinn nafninu.

McCurry býr ekki til hamborgara heldur karrí kjúklingarétti. Þá er merki McCurry talsvert ólíkt merki MacDonalds, en það er mynd af brosandi hænu með þumalfingurinn á lofti. Þá er merkið hvítt og svart en ekki rautt og gult og merki MacDonalds.

Hið merkilega við málið var þó að McDonalds menn voru ósáttir við notkunin á „Mc" á undan orðinu Curry. Vildu forsvarmenn hamborgarastaðarins meina að þeir væru með einkarétt á Mc í Malasíu sem telur um 30 milljónir manna.

Þá er McDonalds dæmt til þess að greiða McCurry um 1500 pund, eða 10 þúsund malasísk ringgit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×