Erlent

Könguló til heiðurs David Bowie

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Háraliturinn er ekki ósvipaður og á Bowie.
Háraliturinn er ekki ósvipaður og á Bowie.

Risastór kafloðin könguló frá Malasíu hefur verið nefnd í höfuðið á tónlistarmanninum David Bowie og nefnist tegundin Heteropoda davidbowie. Þessi heiður fellur Bowie í skaut með vísun til plötu hans „The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars" og segir þýskur köngulóasérfræðingur að ekki sé vitlaust að tengja dýr í útrýmingarhættu við fræga einstaklinga til að vekja athygli á dýrunum. Þessi tiltekna könguló finnst aðeins á örfáum stöðum í Malasíu og munu ekki margar vera eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×