Erlent

Hitabeltisstormurinnn Fred er mættur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hvirfilbylur með augum gervihnattar.
Hvirfilbylur með augum gervihnattar.

Hitabeltisstormurinn Fred hefur nú litið dagsins ljós en hann varð til á austanverðu Atlantshafi í gær og var þá gefið nafn samkvæmt reglum Hvirfilbyljamiðstöðvar bandarísku veðurstofunnar en þær eru mjög fastmótaðar og hafa öll nöfn hvirfilbylja nú þegar verið ákveðin fram til ársins 2014. Fred er rólegur enn þá og stafar hvergi hætta af honum á landi enn sem komið er. Næstu bylir sem myndast yfir Atlantshafi munu heita Grace, Henri og Ida. Hitabeltisstormur verður að hvirfilbyl þegar vindhraði hans nær 74 mílum, eða 118 kílómetra hraða, miðað við klukkustund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×