Erlent

Japanir taka sig á í loftslagsmálum

Yukio Hatoyama, nýkjörinn forsætisráðherra Japans.
Yukio Hatoyama, nýkjörinn forsætisráðherra Japans.

Nýr forsætisráðherra Japans, Yukio Hatoyama, hefur lofað að minnka útblástur gróðurhúsaloftegunda um 25 prósent fyrir árið 2020. Japan er annað stærsta viðskiptaveldi veraldar og það fimmta mest mengandi.

Því hefur grænt loforð Hatoyama vakið gríðarlega athygli náttúruverndarsamtaka sem og loftlagsráðherra Sameinuðu Þjóðanna, Yvo de Boer, sem telur Japan taka heimsforskot með ákvörðuninni samkvæmt fréttastofu AFP.

Ákvörðun nýja forsætisráðherrans vekur þó ugg í brjósti forsvarsmanna bílaiðnaðarins í Japan. Hatoyama vonast hinsvegar til að með minnkandi útblæstri muni bílaiðnarinn koma til móts við aðstæður og nýta sér umhverfisvænni kosti til framleiðslu á bílum.

Japanir hafa verið undir talsverðum þrýstingi alþjóðasamfélagsins sem er hluti af Kyoto bókuninni um að ríkið herði reglur sínar um að minnka útblástur gróðurhúsalotfttegunda. Á síðasta ári fór ríkið 16 prósent yfir leyfileg mörk Kyoto bókunarinnar sem Japanir sjálfir áttu talsverðan þátt í að var samþykktur árið 1997.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×