Erlent

Segja Íslendinga veiða fleiri hvali en þeir geti torgað

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þar blæs hann.
Þar blæs hann. MYND/Telegraph

Bresk dýraverndunarsamtök segja Íslendinga hafa drepið 93 langreyðar í sumar, sem sé það mesta síðan alþjóðlegt bann við hvalveiðum í hagnaðarskyni tók gildi fyrir rúmum 20 árum. Breska blaðið Telegraph fjallar um hvalveiðarnar á netsíðu sinni og ræðir við talsmann samtaka sem beita sér fyrir verndun hvala og höfrunga. Segir hann að afrakstur veiðanna sé rúmlega 2.000 tonn af ætum afurðum sem sé mun meira en Íslendingar geti torgað. Þá sé erfitt fyrir þá að selja Japönum hvalkjöt þar sem markaðurinn þar sé í lægð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×