Erlent

Krefjast afsökunarbeiðni N-Kóreumanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lee Myung-bak, forseti Suður-Kóreu, er ekki kátur með nágranna sína.
Lee Myung-bak, forseti Suður-Kóreu, er ekki kátur með nágranna sína.

Suður-Kóreumenn krefjast þess að nágrannar þeirra í norðri biðjist afsökunar á að hafa skyndilega veitt vatnsflaumi í á, sem rennur um landamæri landanna, á sunnudagsmorgun með þeim afleiðingum að sex Suður-Kóreumenn, þar af eitt barn, sem voru í útilegu við ána drukknuðu þegar hún flæddi yfir bakka sína. Norður-Kóreumenn hafa ekki gefið neinar skýringar aðrar en þær að þeir hafi orðið að losa vatn úr stíflu norðanmegin þar sem áin hafi verið orðin vatnsmikil. Þeir lofa þó að láta vita næst áður en þeir framkvæma slíkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×