Erlent

Annar skjálfti í Indónesíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Jarðskjálfti að styrkleika 6,1 stig á Richter skók indónesísku eyna Jövu í gærdag, innan við viku eftir að 65 manns fórust þar og yfir 400 slösuðust í öðrum sterkum skjálfta. Ekki hafa borist neinar fregnir af manntjóni eftir skjálftann í gær en hann átti upptök sína 265 kílómetra suður af borginni Yogyakarta sem er á miðri Jövu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×