Erlent

Ógnaði starfsfólki banka með hlaupstífðri haglabyssu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Maður á þrítugsaldri og félagi hans höfðu eitthvað af peningum upp úr krafsinu þegar þeir rændu banka í Åbyhøj á Austur-Jótlandi síðdegis í gær. Annar maðurinn beið fyrir utan bankann á skellinöðru á meðan hinn stormaði inn og ógnaði starfsfólki og viðskiptavinum með tvíhleyptri hlaupstífðri haglabyssu. Þegar hann hafði fengið eitthvað af peningum afhent stökk hann aftan á hjólið hjá félaga sínum og þeir hurfu á braut. Lögregla fann föt ræningjanna brunnin til ösku í skóglendi í útjaðri bæjarins en ekkert hefur til þeirra sjálfra spurst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×