Erlent

You talking to me?

Óli Tynes skrifar

Sérstök spjallsæti hafa verið sett í strætisvagna í Kaupmannahöfn.

Spjallsætin verða kyrfilega merkt. Maja Nellemann talskona strætó segir að með því að setjast í sætin gefi menn ótvírætt til kynna að þeir vilji gjarnan spjalla eitthvað við sessunautinn.

Hún segir að fólk langi oft til þess að spjalla eitthvað við náungann en veigri sér við það vegna feimni. Með þessu sé verið að brjóta ísinn.

Fólki sé gefið tækifæri til þess að ávarpa nágrannann og kynnast án þess að þurfa að óttast að það sé túlkað sem ágengni.

Spjallsætin verða í fyrstu á tveim leiðum í Kaupmannahöfn en ef vel tekst til verða þau sett í fleiri vagna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×