Erlent

Johnny Rotten hyggst endurvekja Public Image

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Johnny Rotten hefur marga fjöruna sopið í pönkinu.
Johnny Rotten hefur marga fjöruna sopið í pönkinu.

Pönktónlistarmaðurinn John Lydon, betur þekktur sem Johnny Rotten úr hljómsveitinni Sex Pistols, hyggst vekja hljómsveit sína, Public Image Ltd, til lífsins á nýjan leik og halda í fimm daga langt tónleikaferðalag í desember. Sveitina stofnaði Lydon árið 1978, ári eftir að Sex Pistols lagði upp laupana, og starfaði hún í 14 ár, til 1992. Lydon er kominn á sextugsaldur en lætur það ekki hafa áhrif á tónlistarferil sinn. Hann segir í viðtali við Guardian að tíminn muni leiða í ljós hvernig gangi að stíga á svið eftir svo langt hlé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×