Erlent

Telja sig hafa leyst hluta af leyndardómi Páskaeyja

Prófessorarnir Colin Richards og Dr. Sue Hamilton, telja sig hafa fundið lausnina á ævafornri og flókinni spurningu á Páskaeyjum.

Málið er að rauðir hattar sem eru á fornum og heilögum styttum á eyjunum hafa vakið furðu vísindamanna í gegnum árin.

Steinarnir vega mörg tonn og var í fyrstu talið að innfæddir hefðu siglt þeim á einhvern hátt til þessarar afskekktu eyjar sem liggur nokkur hundruð kílómetrum frá Chile. Vísindamenn deila aftur á móti hart um þær kenningar.

Nú telja prófessorarnir Colin og Sue að bergið komið frá nálægu fornu eldfjalli. Þaðan hafi þeim verið rúllað af innfæddum sem bjuggu á eyjunni fyrir 1000 árum síðan.

Aftur á móti hafa vísindamennirnir ekki áttað sig á því hvernig í ósköpunum innfæddir komu höttunum á höfuð styttnanna.

Colin og Sue eru fyrstu bresku fornleifafræðingarnir sem stunda rannsóknir sínar á eyjunni og styttunum síðan árið 1914. Þau munu dvelja á eyjunni í fimm ár. Colin er bjartsýnn og vonast til þess að geta endurskrifað söguna með rannsóknum sínum og niðurstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×