Erlent

Hubble kominn í gagnið - ótrúlegar myndir

Fiðrildaþokan í sporðdrekanum.
Fiðrildaþokan í sporðdrekanum.

Birtar voru myndir og gögn frá fjórum af sex vísindatækjum Hubble sjónaukans í dag sem er í eigu ESA og NASA. Þetta eru fyrstu myndirnar sem eru birtar úr sjónaukanum síðan farið var í metnaðarfullan viðgerðarleiðangur í maí síðastliðnum.

Vísindamenn eru einróma um að myndirnar séu stórglæsilegar. Á vef stjörnufræðivefnum kemur fram að Hubble hafi í raun verið í stífri endurhæfingu síðastliðna þrjá mánuði. Það voru vísindamen og verkfræðingar hjá Geimsjónaukastofnun Goddars geimstöðvarinnar í Mayland í Bandaríkjunum sem stóðu straum af þessari hátæknilegu endurhæfingu.

Nýju mælitækin eru ljósnæmari en þau sem fyrir voru og auka getu sjónaukans umtalsvert. Í dag er Hubble fær um að framkvæma athuganir á mun skemmri tíma en áður. Því má með sanni segja að Hubblesjónaukinn sé öflugri en nokkru sinni fyrr.

Hægt er að skoða myndir úr sjónaukanum og fróðleik um þær á stjörnufræðivefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×