Fleiri fréttir

Bandaríkin biðja Þjóðverja um að taka við Guantanamo föngum

Bandarísk stjórnvöld hafa beðið þýsk stjórnvöld um að taka við föngum úr Guantanamo Bay fangabúðunum, samkvæmt upplýsingum frá talsmanni þýska innanríkisráðuneytisins. Talsmaðurinn sagði við AFP fréttastofuna að listi með nöfnum fanganna hefði borist ráðuneytinu. Það kemur svo í hlut ráðuneytisins að ákveða hvort fallist verður á beiðnina.

Kreppan mun bana 400 þúsund börnum

Að minnsta kosti 56 þúsund börn í Asíu munu látast vegna alheimskreppunnar. Þetta er mat Asíska þróunarbankans. Rajat Nag, forstjóri Asíska þróunarbankans, segir að allt eins megi tala um félagslega kreppu eins og efnahagskreppu.

Jörð skalf í Gvatemala

Jarðskjálfti, upp á 6,1 á Richter, skók Gvatemala í dagm, samkvæmt upplýsingum frá Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna.

Sex fjallgöngumenn fórust í snjóskriðu

Sex fjallgöngumenn fórust um helgina í snjóskriðu í grennd við skíðasvæðið Sölden í Austurríki. Sjónarvottar létu vita af skriðunni í gær en vegna veðurs komust björgunarsveitir ekki á vettvang fyrr en í dag. Talið er að þeir hafi allir verið frá Tékklandi. Einn maður lifði af en hann hafði kosið að bíða í fjallakofa meðan félagar hans færu á tindinn.

Alls 658 tilfelli af H1N1 staðfest

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin upplýsti í dag að rannsóknarstofur hennar hefðu staðfest samtals 658 tilfelli af H1N1 flensunni í sextán löndum. Einnig var staðfest að sextán hefðu látist af hennar völdum í Mexíkó. Það er margfalt lægri tala en hingaðtil hefur verið nefnd. Enginn hefur látist í öðrum löndum sem veiran hefur náð til.

Ætlar ekki að selja Porsche

Wolfgang Porsche, stjórnarformaður Porsche og ættfaðir annarar fjölskyldunnar sem á fyrirtækið, segir að fyrirtækið verði ekki selt Volkswagen verksmiðjunum.

Hlýrra veður í Danmörku en áður

Nánast hver einasti mánuður hefur verið hlýrri í Danmörku síðustu þrjú ár en að meðaltali árin þar á undan. Þetta sýna gögn sem Veðurstofan í Danmörku opinberar í dag.

Einungis einn Dani smitaður

Enn hefur einungis einn Dani smitast af H1N1 veirunni, sem áður var kölluð svínaflensa.. Þetta hefur Danmarks Radio, ríkisútvarpið í Danmörku, eftir heilbrigðiseftirlitinu þar. Sextán einstaklingar voru rannsakaðir þar í landi í dag en enginn reyndist vera smitaður.

Hjónabandsráðgjöf vinsælli vegna kreppunnar

Vaxandi áhyggjur af efnahagsmálum og aukið atvinnuleysi hefur leitt til þess að 40% fleiri kaþólsk pör á Írlandi leita sér hjónabandsráðgjafar, samkvæmt upplýsingum sem AFP fréttastofan hefur frá Kaþólsku kirkjunni.

Obama hvetur til varkárni gagnvart H1N1 veirunni

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann vildi fremur sýna of mikil en of lítil viðbrögð við svínaflensunni. Hann benti á að vísindamenn vissu enn of lítið um uppruna vírussins. Obama sagði, í útvarpsávarpi sínu í dag, að ólíkt öðrum afbrigðum af dýraflensu sem menn hafi orðið varir við væri hin nýja tegund af flensu að berast á milli manna. Það gæti aukið líkur á heimsfaraldri.

Fyrsti japanski Pulitzerhafinn látinn

Yasushi Nagao, sem vann Pulitzer verðlaun fyrstur Japana, er látinn. Nagao, sem var ljósmyndari hjá dagblaðinu Mainichi Shimbun, lést í bænum Minimaiizu. Hann var 78 ára að aldri. Nagao vann Pulitzer verðlaunin árið 1961 fyrir mynd sem hann tók þegar formaður Sósíalistaflokksins, Inejiro Asanuma, var stunginn til bana þegar að hann hélt ræðu í Tokyo.

Geta ekki handtekið sjóræningja við Sómalíu

Alþjóðlegi gæsluflotinn sem reynir að hindra sjórán undan ströndum Sómalíu varð í gær enn einu sinni að sleppa sjóræningjum sem þeir höfðu tekið höndum. Þegar norskt olíuskip sendi út neyðarkall vegna árásar brást portúgölsk freigáta skjótt við.

Segja Obama-æðið hafa átt rétt á sér

Barack Obama fagnaði á miðvikudag þeim áfanga að hafa verið hundrað daga í einu valdamesta embætti heims. Stuðningsmenn forsetans segja afrek hans þessa rúmu þrjá mánuði staðfesta að Obama-æði heimsbyggðarinnar hafi átt fullan rétt á sér.

Stjórnin í Pakistan spyrnir við fótum

Pakistansher hefur í vikunni reynt að hrekja sveitir talibana frá Buner-héraði, sem er í aðeins hundrað kílómetra fjarlægð frá Islamabad, höfuðborg landsins.

Eiginkonan alls ekki ánægð

Veronica Lario, eiginkona Silvios Berlusconi, forsætis­ráðherra Ítalíu, er allt annað en ánægð með fréttir af vali á frambjóðendum Frelsisflokks eigin­manns síns fyrir kosningar til Evrópuþingsins, sem fara fram í júní.

Svona gæti Maddý litið út í dag

Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal fyrir tveimur árum síðan hafa sent frá sér mynd sem þau hafa látið gera og sýnir hvernig Maddí gæti litið út í dag sé hún á lífi. Foreldrarnir fengu sérfræðing til þess að útbúa myndina þar sem reynt er að gera sér í hugarlund hvernig stúlkan hefur elst á þeim tíma sem liðinn er frá því hún hvarf.

Flensan komin til Frakklands

Svínaflensan hefur nú stungið sér niður í Frakklandi og hafa tvö tilfelli verið staðfest af frönskum yfirvöldum. Einn einstaklingur til viðbótar er talinn vera smitaður og beðið er niðurstöðu úr prófum á honum. Fólkið, karl og kona voru nýverið á ferð í Mexíkó þar sem flensan átti upptök sín en þar er talið að 176 manns hafi látist. Þau eru nú á spítala í París og gangast undir meðferð og eru ekki sögð í mikilli hættu.

Auglýsing með Keiru Knightly bönnuð í Bretlandi

Auglýsing sem breska leikkonan Keira Knightly lék í og ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um heimilisofbeldi hefur verið bönnuð í Bretlandi. Auglýsingin er gerð fyrir bresku góðgerðarsamtökin Women's Aid og átti að sýna hana í kvikmyndahúsum víðs vegar um Bretland næstu mánuðina.

Chicago vill Ólympíuleikana 2016

Bandaríska stórborgin Chicago veðjar á að vinsældir Baracks Obama Bandaríkjaforseta auki líkurnar á því að borgin fái að halda Ólympíuleikana árið 2016. Obama er fyrrverandi öldungardeildarþingmaður fyrir Illinois og segja skipuleggjendur að hann styðji það eindregið að leikarnir verði haldnir í heimaborg hans.

Fyrsta smit á milli manna í Bretlandi staðfest

Skoskur heilbrigðisstarfsmaður hefur greinst með inflúensu af A stofni eða svokallaða svínaflensu. Það er í fyrsta skipti sem einstaklingur smitast í Bretlandi án þess að hafa verið nýlega í Mexíkó. Maðurinn, Graeme Pacitti er 24 ára gamall Skoti og hefur þegar verið settur á viðeigandi lyf og segja skosk heilbrigðisyfirvöld að ástand hans sé ekki alvarlegt.

Efnahagsástandinu mótmælt um allan heim

Verkalýðsfélög víðsvegar um heiminn hafa notað 1. maí, baráttudag verkalýðsins, til þess að mótmæla efnahagsástandinu sem leikið hefur flestar þjóðir heimsins grátt. Í Istanbul beitti tyrkneska lögreglan vatnsbyssum og táragasi til þess að dreifa mótmælendum og í nótt og fram á morgun slógust ungmenni í Þýskalandi við óeirðarlögregluna í Berlín.

Tilræðismaðurinn látinn

Hollendingur sem varð fimm manns að bana þegar hann reyndi að keyra á strætisvagn hollensku konungsfjölskyldunnar í gær lést af meiðslum sínum í morgun.

AHS: Staðfest tilfelli 331

Alþjóða heilbrigðisstofnunin (AHS) segir að klukkan sex í morgun hafi staðfest tilfelli af svínaflensu í heiminum verið þrjúhundruð þrjátíu og eitt í ellefu löndum. Tíu hafa látist.

Sjá næstu 50 fréttir