Erlent

Pakistanskar hersveitir felldu sextán talibana

Fylgst með Talibönum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/ AFP.
Fylgst með Talibönum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/ AFP.
Pakistanskar hersveitir felldu í dag sextán talibana í bardögum við landamærin að Afganistan. Talibanar hafa undanfarin misseri verið að færa sig upp á skaftið í Pakistan og hertekið hvert héraðið af öðru. Stjórnvöld hafa reynt að friða þá með því að eftirláta þeim viss landsvæði, en þeir hafa ekki látið sér það nægja. Vestrænir herfræðingar segja að ef ekki verði staðið á móti talibönum af hörku muni þeir leggja allt Pakistan undir sig á skömmum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×