Erlent

Eiginkonan alls ekki ánægð

silvio berlusconi
silvio berlusconi
Veronica Lario, eiginkona Silvios Berlusconi, forsætis­ráðherra Ítalíu, er allt annað en ánægð með fréttir af vali á frambjóðendum Frelsisflokks eigin­manns síns fyrir kosningar til Evrópuþingsins, sem fara fram í júní. Í opnu bréfi til ítalskra fjölmiðla segir Lario framboðslistann fullan af ungum leikkonum og stjörnum sem enga reynslu hafi af stjórnmálum. „Ég vil að það sé ljóst að ég og börnin mín erum fórnarlömb en ekki samsek í þessum gjörningi. Við verðum að sætta okkur við þetta og þjáumst fyrir vikið,“ segir Lario.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×