Erlent

AHS: Staðfest tilfelli 331

Alþjóða heilbrigðisstofnunin segir að klukkan sex í morgun hafi staðfest tilfelli af svínaflensu í heiminum verið þrjúhundruð þrjátíu og eitt í ellefu löndum. Tíu hafa látist.

Stofnunin miðar tölur sínar við að tilfelli hafi verið staðfest með rannsókn á rannsóknarstofu. Raunveruleg tilfelli eru því að líkindum allnokkuð fleiri. Hinsvegar eru einnig mýmörg dæmi um að grunur um svínaflensu hafi ekki verið á rökum reistur. Eins og staðan er í dag hefur stofnunin skilgreint faraldurinn á viðbúnaðarstigi 5.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×