Erlent

Alls 658 tilfelli af H1N1 staðfest

Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO.
Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin upplýsti í dag að rannsóknarstofur hennar hefðu staðfest samtals 658 tilfelli af H1N1 flensunni í sextán löndum. Einnig var staðfest að sextán hefðu látist af hennar völdum í Mexíkó. Það er margfalt lægri tala en hingaðtil hefur verið nefnd. Enginn hefur látist í öðrum löndum sem veiran hefur náð til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×