Erlent

Obama hvetur til varkárni gagnvart H1N1 veirunni

Obama hvetur menn til að sýna varkárni gagnvart vírusnum sem herjar á alla heimsbyggðina.
Obama hvetur menn til að sýna varkárni gagnvart vírusnum sem herjar á alla heimsbyggðina.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann vildi fremur sýna of mikil en of lítil viðbrögð við svínaflensunni. Hann benti á að vísindamenn vissu enn of lítið um uppruna veirunnar. Obama sagði, í útvarpsávarpi sínu í dag, að ólíkt öðrum afbrigðum af dýraflensu sem menn hafi orðið varir við væri hin nýja tegund af flensu að berast á milli manna. Það gæti aukið líkur á heimsfaraldri.

Hann sagði þó að H1N1 veiran, eða svínaflensan, sem hefði smitað fólk í að minnsta kosti 19 fylkjum Bandaríkjanna hefði ekki reynst eins banvæn í Bandaríkjunum og í Mexíkó. „En við vitum ekki með vissu hvers vegna það er og þess vegna erum við að grípa til allra mögulegra varúðarráðstafana til að koma í veg fyrir að veiran þróist á verri veg," sagði Obama. Hann benti á að það jákvæða við veiruna væri að hægt væri að stöðva hann með lyfjum sem væru þegar komin á markað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×