Erlent

Efnahagsástandinu mótmælt um allan heim

Verkalýðsfélög víðsvegar um heiminn hafa notað 1. maí, baráttudag verkalýðsins, til þess að mótmæla efnahagsástandinu sem leikið hefur flestar þjóðir heimsins grátt. Í Istanbul beitti tyrkneska lögreglan vatnsbyssum og táragasi til þess að dreifa mótmælendum og í nótt og fram á morgun slógust ungmenni í Þýskalandi við óeirðarlögregluna í Berlín.

Um 300 mótmælagöngur eru á dagskrá í Frakklandi í dag og í Grikklandi sauð upp úr á milli mótmælenda og lögreglu sem beitti táragasi á mannfjöldann í miðborg Aþenu. Mikill fjöldi mótmælenda streymdi út á götur Moskvu í dag og fjöldamótmæli hafa verið skipulögð á Spáni, Ítalíu og á Kúbu, að því er BBC greinir frá.

Þá hafa mótmæli verið boðuð víða í Asíu, í Japan, Suður-Kóreu og í Tælandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×