Erlent

Fyrsti japanski Pulitzerhafinn látinn

Nagao náði mynd af því þegar að Asanuma var stunginn til bana. Mynd/ AFP.
Nagao náði mynd af því þegar að Asanuma var stunginn til bana. Mynd/ AFP.
Yasushi Nagao, sem vann Pulitzer verðlaun fyrstur Japana, er látinn. Nagao, sem var ljósmyndari hjá dagblaðinu Mainichi Shimbun, lést í bænum Minimaiizu. Hann var 78 ára að aldri. Nagao vann Pulitzer verðlaunin árið 1961 fyrir mynd sem hann tók þegar formaður Sósíalistaflokksins, Inejiro Asanuma, var stunginn til bana þegar að hann hélt ræðu í Tokyo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×