Erlent

Kreppan mun bana 400 þúsund börnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rajat Nag, forstjóri Asíska þróunarbankans, segir að kreppan muni alls kosta 400 þúsund börn lífið. Mynd/ AFP.
Rajat Nag, forstjóri Asíska þróunarbankans, segir að kreppan muni alls kosta 400 þúsund börn lífið. Mynd/ AFP.

Að minnsta kosti 56 þúsund börn í Asíu munu látast vegna alheimskreppunnar. Þetta er mat Asíska þróunarbankans. Rajat Nag, forstjóri Asíska þróunarbankans, segir að allt eins megi tala um félagslega kreppu eins og efnahagskreppu.

„Ef Japan er undanskilið, tel ég að samdrátturinn muni leiða til alvarlegra félagslegra vandamála og að hið minnsta 56 þúsund börn í þessum heimshluta muni deyja," sagði Nag á ársfundi Asíska þróunarbankans í Balí. Hann segir jafnframt að Alþjóðabankinn geri ráð fyrir að alheimskreppann muni kosta 400 þúsund börn, um allan heiminn, lífið.

Í skýrslu Asíska þróunarbankans, sem kom út í mars, kom fram að hagvöxtur í Asíulöndum yrði 3,4% í ár. Árið 2008 hafi hagvöxturinn verið 6,3% og árið 2007 hafi hann verið 9,5%.

Danmarks Radio greindi frá.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×