Erlent

Ætlar ekki að selja Porsche

Wolfgang Porsche vill ekki selja fyrirtækið. Mynd/ AFP.
Wolfgang Porsche vill ekki selja fyrirtækið. Mynd/ AFP.
Wolfgang Porsche, stjórnarformaður Porsche og ættfaðir annarar fjölskyldunnar sem á fyrirtækið, segir að fyrirtækið verði ekki selt Volkswagen verksmiðjunum.

Fjölmiðlar hafa fullyrt að Porsche og Piech fjölskyldurnar, sem eiga fyrirtækið, myndu ákveða á miðvikudaginn hvort af sölunni yrði. Með sölunni yrði reynt að grynnka á skuldum Porsche eignarhaldsfélagsins. „Við erum núna á réttri leið. Porsche AG verður ekki selt Volkswagen verksmiðjunum,“ er haft eftir Porsche í þýskum fjölmiðli í gær.

Þessi yfirlýsing gengur þvert gegn yfirlýsingu Ferdinand Piech, frænda Wolfgangs, sem vill selja fyrirtækið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×