Erlent

H1N1 veiran leggst aðallega á ungt fólk í Bandaríkjunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anne Schuchat hjá Smitvarnarstofnun Bandaríkjanna. Mynd/ AFP.
Anne Schuchat hjá Smitvarnarstofnun Bandaríkjanna. Mynd/ AFP.
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum segja að H1N1 veiran, eða svínaflensan, virðist vera mjög útbreidd um Bandaríkin. Veiran virðist einna helst sækja á ungt fólk og fáir yfir 50 ára væru smitaðir.

„Við teljum að mjög fái tilfelli sem hafa verið staðfest séu í fólki yfir 50 ára að aldri," sagði Dr. Anne Schuchat, hjá Smitvarnastofnun Bandaríkjanna, í símaviðtali. „Vð vitum ekki hvort þetta helst svona á næstu vikum," sagði Schuchat.

Alls hafa 226 smittilfelli af H1N1 veirunni fundist í Bandaríkjunum í 30 fylkjum. Eitt barn hefur látist. Mexíkósk stjórnvöld telja að faraldurinn sé í rénun þar, en eru að reyna að átta sig á því hversu útbreidd veiran er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×