Erlent

Tilræðismaðurinn látinn

Hollendingur sem varð fimm manns að bana þegar hann reyndi að keyra á strætisvagn hollensku konungsfjölskyldunnar í gær lést af meiðslum sínum í morgun.

Maðurinn var þrjátíu og átta ára gamall. Áður en hann lést viðurkenndi hann fyrir lögreglunni að ætlunin hefði verið að ráðast á konungsfjölskylduna. Um ástæðu þess er hinsvegar ekki vitað.

Engin vopn fundust í bíl mannsins né á heimili hans. Ekki fundust heldur nein merki um að árásin hefði verið skipulögð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×