Erlent

Hlýrra veður í Danmörku en áður

Menn taka aðvörunum um hlýnun jarðar misjafnlega alvarlega.
Menn taka aðvörunum um hlýnun jarðar misjafnlega alvarlega.
Nánast hver einasti mánuður hefur verið hlýrri í Danmörku síðustu þrjú ár en að meðaltali árin þar á undan. Þetta sýna gögn sem Veðurstofan í Danmörku opinberar í dag.

„Ef frá er talinn skammur tími í október 2007 hefur hitinn um þriggja ára skeið legið yfir meðaltali. Það er mjög langur tími og slíkt hefur ekki sést síðan að hitamælingar hófust, eða síðan 1874," segir John Cappelen, yfirmaður hjá Veðurstofunni í Danmörku.

Skýringin á auknum hlýindum er rakin til hlýrri loftstrauma yfir Atlantshafi og hlýnunar jarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×