Erlent

Chicago vill Ólympíuleikana 2016

Bandaríska stórborgin Chicago veðjar á að vinsældir Baracks Obama Bandaríkjaforseta auki líkurnar á því að borgin fái að halda Ólympíuleikana árið 2016. Obama er fyrrverandi öldungardeildarþingmaður fyrir Illinois og segja skipuleggjendur að hann styðji það eindregið að leikarnir verði haldnir í heimaborg hans.

Hiti er að færast í keppni nokkurra borga um hver hreppir hnossið en talið er að Tókíó, Ríó de Janeiro og Madríd, ásamt Chicago eigi mesta möguleika. Alþjóða Ólympíunefndin mun taka ákvörðun sína í Kaupmannahöfn þann 2 október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×