Erlent

Flensan komin til Frakklands

Svínaflensan hefur nú stungið sér niður í Frakklandi og hafa tvö tilfelli verið staðfest af frönskum yfirvöldum. Einn einstaklingur til viðbótar er talinn vera smitaður og beðið er niðurstöðu úr prófum á honum. Fólkið, karl og kona voru nýverið á ferð í Mexíkó þar sem flensan átti upptök sín en þar er talið að 176 manns hafi látist. Þau eru nú á spítala í París og gangast undir meðferð og eru ekki sögð í mikilli hættu.

Í dag var einnig tilkynnt um að kona á Sjálandi í Danmörku væri smitið auk þess sem ferðamaður frá Mexíkó veiktist í Hong Kong. Þarlend yfirvöld gripu til þess ráðs að loka hótelinu sem maðurinn dvaldi á og gangast allir gestir þess nú undir rannsóknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×