Erlent

Um 2,4 milljón skammtar af Tamiflu sendir til þróunarríkja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slátrarar í Mexíkó þurftu að bera grímu þegar þeir seldu kjöt fyrir helgi. Engar vísbendingar eru um að smit berist með neyslu kjöts. Mynd/ AFP.
Slátrarar í Mexíkó þurftu að bera grímu þegar þeir seldu kjöt fyrir helgi. Engar vísbendingar eru um að smit berist með neyslu kjöts. Mynd/ AFP.
Enginn lést í Mexíkó í nótt af völdum svínaflensuveirunnar og er það talið gefa vísbendingar um að það versta sé afstaðið þar, segir AP fréttastofan. Hins vegar breiðist vírusinn áfram um heimsbyggðina og ný tilfelli hafa verið staðfest í Evrópu og Asíu.

Stjórnvöld hafa því víða lagt bann við flugferðum og hafið undirbúning að sóttkvíum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist hafa sent 2,4 milljónir skammta af Tamiflu lyfinu til 72 þróunarríkja sem gefin voru af Roche lyfjarisanum.

Kínversk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum að finna fólk sem gæti hafa komist í nálægð við mexikanskan ferðamann sem hefur verið greindur með veiruna. Voru 305 manns einangraðir á hóteli í Hong Kong þar sem hann gisti og 15 farþegar voru lagðir inn á spítala. Maðurinn fékk hita þegar að hann kom til Kína og var settur í einangrun í dag.

Eitt smittilfelli hefur verið staðfest í Suður-Kóreu, en það þýðir að tvö tilfelli hafi verið staðfest í Asíu. Í ávarpi sem Barack Obama flutti í dag hvatti hann til þess að farið yrði með gát.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×