Erlent

Geta ekki handtekið sjóræningja við Sómalíu

Þremur meintum sjóræningjum sleppt í gær. Mynd/ AFP.
Þremur meintum sjóræningjum sleppt í gær. Mynd/ AFP.
Alþjóðlegi gæsluflotinn sem reynir að hindra sjórán undan ströndum Sómalíu varð í gær enn einu sinni að sleppa sjóræningjum sem þeir höfðu tekið höndum. Þegar norskt olíuskip sendi út neyðarkall vegna árásar brást portúgölsk freigáta skjótt við.

Sjóræningjaskipið var elt uppi og nítján sjóræningjar handteknir. Þeir gáfust upp án mótstöðu þegar þungvopnaðir portúgalskir landgönguliðar þustu um borð í skip þeirra. Eftir að hafa ráðgast við portúgalska utanríkisráðuneytið sleppti skipherra freigátunnar sjóræningjunum lausum.

Gæsluflotinn verður að fara að alþjóðalögum og í þeim virðist ekki gert ráð fyrir að sjóræningjar séu handteknir á alþjóðlegum siglingaleiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×