Fleiri fréttir Tveir breskir hermenn dóu í Afganistan Tveir breskir hermenn létust í sprengjutilræði í Afganistan í gær og náði tala látinna breskra hermanna þar með 152 frá upphafi aðgerða vesturveldanna í Afganistan árið 2001. Hermennirnir voru á vakt í Musa Quala-héraðinu í norðurhluta landsins þegar ráðist var á þá fyrirvaralaust. 16.3.2009 07:27 Tíbetar viðurkenni framfarir Panchen Lama, næstæðsti andlegi leiðtogi Tíbeta sem var útvalinn af hinum kínversku yfirdrottnurum, hvatti í gær landa sína til að vera þakkláta fyrir þær efnahagslegu framfarir sem Tíbet hefur orðið aðnjótandi undir kínverskum yfirráðum. 16.3.2009 05:00 Sharif fylkir liði til Islamabad Þrátt fyrir að vera gert að sæta stofufangelsi fór Nawaz Sharif, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan, í gær fyrir fjöldagöngu stjórnarandstæðinga að höfuðborginni Islamabad. „Þetta er forleikurinn að byltingu,“ tjáði Sharif sjónvarpsstöð úr farsíma sínum. 16.3.2009 04:00 Merkel boðar hertari skotvopnalög Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að stjórnvöld hafi strangara eftirlit með vopnaeign landsmanna eftir harmleikinn í bænum Winnenden, en þegar 17 ára drengur banaði fimmtán manns auk sjálfs sín í skotæði í skólanum sem hann gekk áður í. Drengurinn notaði byssu föður síns sem hann hafði fundið í svefnherbergi hans. 16.3.2009 03:00 Vilja að forsetinn segi af sér Yfir hálft þriðja þúsund manna gengu um götur Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í gær og kröfðust afsagnar Mikhail Saakashvili, forseta landsins. 16.3.2009 02:30 43 ára gömul gjá brúuð Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að tími sé kominn til að Frakkar gangi aftur til liðs við herstjórnarkerfi Atlantshafsbandalagsins eftir að hafa staðið utan við það í 43 ár. 16.3.2009 02:00 Fáklæddir hjólareiðamenn Hundruð mismunandi lítið klæddra hjólreiðamanna hjóluðu um Lima höfuðborg Perús í gær til þess að vekja athygli á reiðhjólinu sem umhverfisvænum og hljóðlátum farkosti. Gríðarleg bílaumferð er í Lima með tilheyrandi útblæstri og umferðarhnútum. 15.3.2009 21:30 Bretaprins er vinur frumskógarins Karl Bretaprins er í fjögurra daga heimsókn í Brasilíu ásamt eiginkonu sinnu Camillu hertogaynju af Cornwall. Prinsinn er mikill umhverfisverndarsinni og hefur verið óþreytandi baráttumaður fyrir verndun regnskóganna. Af því tilefni var hann útnefndur vinur frumskógarins í heimsókninni. 15.3.2009 20:30 Ólga á N-Írlandi Þjóðernissinnaðir Írar fleygðu bensínsprengjum og grjóti í lögregluna í gær eftir að þrír menn úr klofningshópi frá Írska lýðveldishernum voru handteknir fyrir morðin á tveim breskum hermönnum. 15.3.2009 19:30 Hákarlar í sundkeppni Tveir hákarlar blönduðu sér í stóra sundkeppni sem haldin var undan strönd Sydney í Ástralíu í dag. Hákarlarnir höfðu sjöhundruð sundmenn til að velja úr og svo virðist sem þeir hafi ekki getað ákveðið sig. 15.3.2009 18:45 Breska stjórnin ber ábyrgð fjármálakreppunni Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í dag að ríkisstjórnin yrði að taka sinn hluta af ábyrgð á fjármálakreppunni sem nú ríkir í landinu. Hann lagði þó áherslu á að engin eftirlitsstofnun í heiminum hefði séð kreppuna fyrir nógu snemma til þess að aðhafast eitthvað. 15.3.2009 17:19 Páfagarður gagnrýnir bannfæringu á 9 ára stúlku Páfagarður hefur nú blandað sér í mál brasilisku móðurinnar sem var bannfærð fyrir að hjálpa níu ára gamalli dóttur sinni að komast í fóstureyðingu. Læknarnir sem framkvæmdu fóstureyðinguna voru einnig bannfærðir. Telpan gekk með tvíbura eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni. Biskuparáð Brasilíu hefur nú afturkallað bannfæringuna. 15.3.2009 17:11 Páfi vill styrkja kaþólsku kirkjuna í Afríku Benedikt sextándi páfi segir að með fyrirhugaðri ferð sinni til Afríku vilji hann hvetja til friðar og vonar. Hann vill jafnframt styrkja innviði kaþólsku kirkjunnnar í heimshlutanum. 15.3.2009 14:19 Réttarhöld hefjast yfir Josef Fritzl Þegar Elísabet Fritsel var átján ára gömul bað Jósef faðir hennar hana um að hjálpa sér að bera eitthvað dót ofan í kjallara. Þaðan átti Elísabet ekki afturkvæmt í tuttugu og fjögur ár. 15.3.2009 12:00 Argandi módel Sex konur slösuðust í upphlaupi sem varð í New York í gær þegar þúsundir kvenna söfnuðust saman í von um að verða valdar til þáttöku í næstu sjónvarpsþáttaröð American Next Top Model. Það er fyrrverandi ofurfyrirsætan Tyra Banks sem stjórnar þáttunum. 15.3.2009 10:25 Dýrasta reiðhjól í heimi er danskt Danmörk er flöt eins og pönnukaka og Danir ferðast mikið á reiðhjólum. Það er því við hæfi að það skuli vera danskur hönnuður sem hefur smíðað dýrasta reiðhjól í heimi. Hjólið er húðað með 24 karata gulli og alsett kristöllum frá Swarovski. 15.3.2009 08:00 Niðurtalning til stríðs í Asíu Japanar segjast reiðubúnir að skjóta niður langdræga eldflaug sem Norður-Kórea segist ætla að skjóta út á Kyrrahafið. 14.3.2009 19:15 60 kílómetra löng olíubrák í Ástralíu Talið er að rúmlega 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn skammt undan strönd Queenslandfylkis í norðaustur Ástralíu þegar gat kom á olíutank flutningaskips á miðvikudaginn. Strandlengjan í Queensland er þakin olíubrák á 60 kílómetra löngu svæði og hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi. 14.3.2009 16:15 Samsæri arabaleiðtoga og Vesturlanda Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída hryðjuverkasamtakanna, sakar forystmenn hófsamara araba um samsæri og segir þá vinna með Vesturlöndum gegn hagsmunum annarra araba. Hljóðupptaka sem sögð er með bin Laden var birt á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni í dag. Hún er talin hafa verið gerð í þessum mánuði. 14.3.2009 14:17 Samkomulag á milli Fatah og Hamas ekki í augsýn Stríðandi fylkingum palestínumanna hefur ekki tekist að finna grundvöll fyrir sáttum. Fulltrúar Fatah og Hamas samtakanna hafa undanfarna daga setið sáttafundi í Kairó með egypskum milligöngumönnum. Ætlunin er að reyna að sætta sjónarmið þannig að hægt verði að stofna sjálfstætt ríki palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza ströndinni. 14.3.2009 11:00 Bannfæringu aflýst af 9 ára stúlku Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar í Brasilíu hefur aflýst bannfæringu á móður sem hjálpaði níu ára gamalli dóttur sinni að komast í fóstureyðingu. Telpan varð ófrísk að tvíburum eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni. 14.3.2009 10:37 Kínverjar herða tökin í Tíbet Kínverjar hafa enn hert tökin á Tíbet og þar er nánast allt lokað og læst til þess að koma í veg fyrir hverskonar mótmæli. Ár er nú liðið síðan mikil mótmælaalda gekk yfir í Tíbet. Það leiddi til margra vikna óeirða og mótmæla víða um heim gegn framgangi Kínverja. 14.3.2009 10:13 Clinton ræðir fíkniefnavandann við stjórnvöld í Mexíkó Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst fara til Mexiko í þessum mánuði til þess að styðja baráttuna gegn eiturlyfjahringjum, 13.3.2009 21:35 Óttast mikið manntjón í aurskriðu í Noregi Óttast er að fjölmargir hafi farist í aurskriðu í Namsos í Noregi í dag. Skriðan var mörghundruð metra breið og hreif að minnsta kosti með sér sex hús. Auk þess hafði fólk verið úti á göngu þegar skriðan féll. 13.3.2009 12:31 Ráðherra rokkar feitt á styrktartónleikum Umhverfisráðherra Ástralíu átti óvænta endurkomu upp á svið þegar hann sameinaðist sinni gömlu hljómsveit á styrktartónleikum fyrir fórnarlömb skógareldanna. 13.3.2009 08:08 Þrettán ára launmorðingi Mexíkómafíu Rosalio Reta situr við borð í litlu yfirheyrsluherbergi lögreglunnar í Laredo í Texas. Hann er að svara spurningum rannsóknarlögreglumanns um það hvernig morðferill hans hafi byrjað. 13.3.2009 07:29 Dönsk lögregla kannar bíla skráða erlendis Lögregla og skattayfirvöld í Danmörku standa nú í heilmikilli aðgerð gegn bíleigendum sem skrá bíla sína erlendis en nota þá heima í Danmörku eins og þeir væru aðeins ferðamenn þar, sem flutt hefðu bíl með sér til landsins tímabundið. 13.3.2009 07:27 Óskar Madoff langra daga í grjótinu Stórsvikarinn Bernard Madoff lýsti sig sekan fyrir rétti í gær um að hafa haft milljarða dollara af fjárfestum sem hann blekkti. 13.3.2009 07:24 Vilja skattleggja súkkulaði eins og áfengi Súkkulaði ætti að skattleggja á sama hátt og áfengi og reyna þar með að draga úr sívaxandi offituvandamálum í Bretlandi. Tillaga um að þetta yrði lagt fyrir ríkisstjórnina var borin fram á læknaþingi í Bretlandi en naumlega felld svo munaði tveimut atkvæðum. 13.3.2009 07:20 Þrettán Serbar dæmdir sekir Þrettán Serbar voru í gær dæmdir af serbneskum stríðsglæpadómstól til allt að 20 ára fangavistar fyrir stríðsglæpi vegna þátttöku sinnar í fjöldamorðum á 200 Króötum árið 1991. 13.3.2009 05:45 Spjallaði um áformin á netinu Þýsk lögregluyfirvöld birtu í gær afrit af netspjalli milli hins sautján ára Tims Kretschmer og spjallfélaga hans, sem fór fram sex klukkustundum áður en sá fyrrnefndi lét til skarar skríða. 13.3.2009 04:30 Ætlar að skjóta upp gervihnetti Norður-Kóreustjórn hefur tilkynnt Sameinuðu þjóðunum að snemma í næsta mánuði verði skotið þar á loft gervihnetti. 13.3.2009 04:15 Þrettán Serbar dæmdir fyrir fjöldamorð í Króatíu Serbneskur stríðsglæpadómstóll dæmdi í dag 13 Serba í allt að 20 fangelsi fyrir aðild að fjöldamorðum fyrir 18 árum. Mennirnir tóku þátt í fjöldamorðum á rúmlega 200 Króötum sem voru stríðfangar og voru teknir af lífi án dóms og laga. 12.3.2009 23:39 Sextán enn saknað eftir þyrluslys við Nýfundnaland Þyrla hrapaði í hafið suðaustan af strönd Nýfundnalands í dag og er 16 enn saknað. Karlmaður sem fannst skömmu eftir slysið var fluttur á sjúkrahús og þá fannst eitt lík fyrr í kvöld. 12.3.2009 22:47 Morðinginn greindi frá áformum sínum á netinu Þýskur unglingsstrákur sem myrti fimmtán manns í bæ í Þýskalandi í gær varaði við árásinni á spjallrás á netinu kvöldið áður en hann lét til skarar skríða. Honum þótti sem hann væri misskilinn og afskiptur. 12.3.2009 19:04 „Gervi“-tungl Norður-Kóreumanna senn í loftið Opinber fréttastofa Norður-Kóreu segir ríkið nú hafa greint Alþjóðasiglingamálastofnuninni frá þeirri áætlun sinni að skjóta upp gervitungli og koma því á sporbaug. 12.3.2009 08:09 Pennafærir flugmenn óskast Flugfélagið Air-Asia leitar nú að flugmönnum, sem ekki er í frásögur færandi nema hvað þeir þurfa ekki að kunna að fljúga. 12.3.2009 07:39 Bill Gates nær toppsæti Forbes á ný Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur endurheimt toppsætið á listanum yfir auðugustu menn heimsins samkvæmt Forbes Magazine. Hann velti þar með fjárfestinum Warren Buffett úr sessi en margt hefur breyst á lista Forbes eftir að efnahagshrun heimsins þurrkaði út tvö þúsund milljarða dollara af bankareikningum auðmanna heimsins. 12.3.2009 07:36 Orrustuþota nánast straukst við fis Það virðist nánast kraftaverk að ekki varð stórslys þegar Tornado-orrustuþota Konunglega breska flughersins þaut fram hjá svokölluðu fisi, eins konar vélknúnum svifdreka, í aðeins tíu metra fjarlægð. 12.3.2009 07:32 Fasteignaverð í Bretlandi gæti fallið um 55 prósent Fasteignaverð í Bretlandi gæti fallið um 55 prósent í viðbót við það sem þegar hefur gerst. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjárfestingarbanka þar í landi. 12.3.2009 07:25 Kretschmer myrti einkum kvenmenn Kvenkyns nemendur og kennarar skólans í Winnenden í Þýskaland virðast einkum hafa verið skotmörk hins 17 ára gamla Tim Kretschmer sem gekk berserksgang í gær og myrti 15 manns. 12.3.2009 07:21 Mótmæla ofbeldi öfgahópa Nokkur þúsund manns, jafnt kaþólskir sem mótmælendur, komu saman í Belfast á Norður-Írlandi í gær til að mótmæla ofbeldi öfgahópa, sem vilja kveikja á ný í glæðum átaka um aðskilnað frá Bretlandi. 12.3.2009 06:00 Biden segir ástandið versna Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir ástandið í Afganistan fara versnandi. Sama gildi um nágrannaríkið Pakistan. Hann hvetur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að taka höndum saman gegn Al Kaída og öðrum öfgahópum í þessum heimshluta. 12.3.2009 05:00 Vélmenni komi í stað kennara í barnaskólum Japanskir vísindamenn hafa búið til vélmenni sem hjálpað getur til við kennslu í barnaskólum. Vélmennið Saya getur sýnt undrun, hræðslu, fyrirlitningu, reiði, gleði og sorg. Enn sem komið er getur hún þó einungis sagt nöfn nemenda og gefið einföld fyrirmæli. 12.3.2009 04:30 Segja fíkniefnabaráttu vonlitla Fíkniefna- og glæpavarnaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að baráttan gegn fíkniefnum á heimsvísu sé að tapast. Í nýrri skýrslu frá skrifstofunni segir að allt sé vaðandi í fíkniefnum, allt of margir séu háðir þeim og of mikið af glæpum og ofbeldi tengist fíkniefnaviðskiptum. 12.3.2009 04:30 Sjá næstu 50 fréttir
Tveir breskir hermenn dóu í Afganistan Tveir breskir hermenn létust í sprengjutilræði í Afganistan í gær og náði tala látinna breskra hermanna þar með 152 frá upphafi aðgerða vesturveldanna í Afganistan árið 2001. Hermennirnir voru á vakt í Musa Quala-héraðinu í norðurhluta landsins þegar ráðist var á þá fyrirvaralaust. 16.3.2009 07:27
Tíbetar viðurkenni framfarir Panchen Lama, næstæðsti andlegi leiðtogi Tíbeta sem var útvalinn af hinum kínversku yfirdrottnurum, hvatti í gær landa sína til að vera þakkláta fyrir þær efnahagslegu framfarir sem Tíbet hefur orðið aðnjótandi undir kínverskum yfirráðum. 16.3.2009 05:00
Sharif fylkir liði til Islamabad Þrátt fyrir að vera gert að sæta stofufangelsi fór Nawaz Sharif, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan, í gær fyrir fjöldagöngu stjórnarandstæðinga að höfuðborginni Islamabad. „Þetta er forleikurinn að byltingu,“ tjáði Sharif sjónvarpsstöð úr farsíma sínum. 16.3.2009 04:00
Merkel boðar hertari skotvopnalög Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að stjórnvöld hafi strangara eftirlit með vopnaeign landsmanna eftir harmleikinn í bænum Winnenden, en þegar 17 ára drengur banaði fimmtán manns auk sjálfs sín í skotæði í skólanum sem hann gekk áður í. Drengurinn notaði byssu föður síns sem hann hafði fundið í svefnherbergi hans. 16.3.2009 03:00
Vilja að forsetinn segi af sér Yfir hálft þriðja þúsund manna gengu um götur Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í gær og kröfðust afsagnar Mikhail Saakashvili, forseta landsins. 16.3.2009 02:30
43 ára gömul gjá brúuð Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að tími sé kominn til að Frakkar gangi aftur til liðs við herstjórnarkerfi Atlantshafsbandalagsins eftir að hafa staðið utan við það í 43 ár. 16.3.2009 02:00
Fáklæddir hjólareiðamenn Hundruð mismunandi lítið klæddra hjólreiðamanna hjóluðu um Lima höfuðborg Perús í gær til þess að vekja athygli á reiðhjólinu sem umhverfisvænum og hljóðlátum farkosti. Gríðarleg bílaumferð er í Lima með tilheyrandi útblæstri og umferðarhnútum. 15.3.2009 21:30
Bretaprins er vinur frumskógarins Karl Bretaprins er í fjögurra daga heimsókn í Brasilíu ásamt eiginkonu sinnu Camillu hertogaynju af Cornwall. Prinsinn er mikill umhverfisverndarsinni og hefur verið óþreytandi baráttumaður fyrir verndun regnskóganna. Af því tilefni var hann útnefndur vinur frumskógarins í heimsókninni. 15.3.2009 20:30
Ólga á N-Írlandi Þjóðernissinnaðir Írar fleygðu bensínsprengjum og grjóti í lögregluna í gær eftir að þrír menn úr klofningshópi frá Írska lýðveldishernum voru handteknir fyrir morðin á tveim breskum hermönnum. 15.3.2009 19:30
Hákarlar í sundkeppni Tveir hákarlar blönduðu sér í stóra sundkeppni sem haldin var undan strönd Sydney í Ástralíu í dag. Hákarlarnir höfðu sjöhundruð sundmenn til að velja úr og svo virðist sem þeir hafi ekki getað ákveðið sig. 15.3.2009 18:45
Breska stjórnin ber ábyrgð fjármálakreppunni Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í dag að ríkisstjórnin yrði að taka sinn hluta af ábyrgð á fjármálakreppunni sem nú ríkir í landinu. Hann lagði þó áherslu á að engin eftirlitsstofnun í heiminum hefði séð kreppuna fyrir nógu snemma til þess að aðhafast eitthvað. 15.3.2009 17:19
Páfagarður gagnrýnir bannfæringu á 9 ára stúlku Páfagarður hefur nú blandað sér í mál brasilisku móðurinnar sem var bannfærð fyrir að hjálpa níu ára gamalli dóttur sinni að komast í fóstureyðingu. Læknarnir sem framkvæmdu fóstureyðinguna voru einnig bannfærðir. Telpan gekk með tvíbura eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni. Biskuparáð Brasilíu hefur nú afturkallað bannfæringuna. 15.3.2009 17:11
Páfi vill styrkja kaþólsku kirkjuna í Afríku Benedikt sextándi páfi segir að með fyrirhugaðri ferð sinni til Afríku vilji hann hvetja til friðar og vonar. Hann vill jafnframt styrkja innviði kaþólsku kirkjunnnar í heimshlutanum. 15.3.2009 14:19
Réttarhöld hefjast yfir Josef Fritzl Þegar Elísabet Fritsel var átján ára gömul bað Jósef faðir hennar hana um að hjálpa sér að bera eitthvað dót ofan í kjallara. Þaðan átti Elísabet ekki afturkvæmt í tuttugu og fjögur ár. 15.3.2009 12:00
Argandi módel Sex konur slösuðust í upphlaupi sem varð í New York í gær þegar þúsundir kvenna söfnuðust saman í von um að verða valdar til þáttöku í næstu sjónvarpsþáttaröð American Next Top Model. Það er fyrrverandi ofurfyrirsætan Tyra Banks sem stjórnar þáttunum. 15.3.2009 10:25
Dýrasta reiðhjól í heimi er danskt Danmörk er flöt eins og pönnukaka og Danir ferðast mikið á reiðhjólum. Það er því við hæfi að það skuli vera danskur hönnuður sem hefur smíðað dýrasta reiðhjól í heimi. Hjólið er húðað með 24 karata gulli og alsett kristöllum frá Swarovski. 15.3.2009 08:00
Niðurtalning til stríðs í Asíu Japanar segjast reiðubúnir að skjóta niður langdræga eldflaug sem Norður-Kórea segist ætla að skjóta út á Kyrrahafið. 14.3.2009 19:15
60 kílómetra löng olíubrák í Ástralíu Talið er að rúmlega 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn skammt undan strönd Queenslandfylkis í norðaustur Ástralíu þegar gat kom á olíutank flutningaskips á miðvikudaginn. Strandlengjan í Queensland er þakin olíubrák á 60 kílómetra löngu svæði og hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi. 14.3.2009 16:15
Samsæri arabaleiðtoga og Vesturlanda Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída hryðjuverkasamtakanna, sakar forystmenn hófsamara araba um samsæri og segir þá vinna með Vesturlöndum gegn hagsmunum annarra araba. Hljóðupptaka sem sögð er með bin Laden var birt á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni í dag. Hún er talin hafa verið gerð í þessum mánuði. 14.3.2009 14:17
Samkomulag á milli Fatah og Hamas ekki í augsýn Stríðandi fylkingum palestínumanna hefur ekki tekist að finna grundvöll fyrir sáttum. Fulltrúar Fatah og Hamas samtakanna hafa undanfarna daga setið sáttafundi í Kairó með egypskum milligöngumönnum. Ætlunin er að reyna að sætta sjónarmið þannig að hægt verði að stofna sjálfstætt ríki palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza ströndinni. 14.3.2009 11:00
Bannfæringu aflýst af 9 ára stúlku Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar í Brasilíu hefur aflýst bannfæringu á móður sem hjálpaði níu ára gamalli dóttur sinni að komast í fóstureyðingu. Telpan varð ófrísk að tvíburum eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni. 14.3.2009 10:37
Kínverjar herða tökin í Tíbet Kínverjar hafa enn hert tökin á Tíbet og þar er nánast allt lokað og læst til þess að koma í veg fyrir hverskonar mótmæli. Ár er nú liðið síðan mikil mótmælaalda gekk yfir í Tíbet. Það leiddi til margra vikna óeirða og mótmæla víða um heim gegn framgangi Kínverja. 14.3.2009 10:13
Clinton ræðir fíkniefnavandann við stjórnvöld í Mexíkó Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst fara til Mexiko í þessum mánuði til þess að styðja baráttuna gegn eiturlyfjahringjum, 13.3.2009 21:35
Óttast mikið manntjón í aurskriðu í Noregi Óttast er að fjölmargir hafi farist í aurskriðu í Namsos í Noregi í dag. Skriðan var mörghundruð metra breið og hreif að minnsta kosti með sér sex hús. Auk þess hafði fólk verið úti á göngu þegar skriðan féll. 13.3.2009 12:31
Ráðherra rokkar feitt á styrktartónleikum Umhverfisráðherra Ástralíu átti óvænta endurkomu upp á svið þegar hann sameinaðist sinni gömlu hljómsveit á styrktartónleikum fyrir fórnarlömb skógareldanna. 13.3.2009 08:08
Þrettán ára launmorðingi Mexíkómafíu Rosalio Reta situr við borð í litlu yfirheyrsluherbergi lögreglunnar í Laredo í Texas. Hann er að svara spurningum rannsóknarlögreglumanns um það hvernig morðferill hans hafi byrjað. 13.3.2009 07:29
Dönsk lögregla kannar bíla skráða erlendis Lögregla og skattayfirvöld í Danmörku standa nú í heilmikilli aðgerð gegn bíleigendum sem skrá bíla sína erlendis en nota þá heima í Danmörku eins og þeir væru aðeins ferðamenn þar, sem flutt hefðu bíl með sér til landsins tímabundið. 13.3.2009 07:27
Óskar Madoff langra daga í grjótinu Stórsvikarinn Bernard Madoff lýsti sig sekan fyrir rétti í gær um að hafa haft milljarða dollara af fjárfestum sem hann blekkti. 13.3.2009 07:24
Vilja skattleggja súkkulaði eins og áfengi Súkkulaði ætti að skattleggja á sama hátt og áfengi og reyna þar með að draga úr sívaxandi offituvandamálum í Bretlandi. Tillaga um að þetta yrði lagt fyrir ríkisstjórnina var borin fram á læknaþingi í Bretlandi en naumlega felld svo munaði tveimut atkvæðum. 13.3.2009 07:20
Þrettán Serbar dæmdir sekir Þrettán Serbar voru í gær dæmdir af serbneskum stríðsglæpadómstól til allt að 20 ára fangavistar fyrir stríðsglæpi vegna þátttöku sinnar í fjöldamorðum á 200 Króötum árið 1991. 13.3.2009 05:45
Spjallaði um áformin á netinu Þýsk lögregluyfirvöld birtu í gær afrit af netspjalli milli hins sautján ára Tims Kretschmer og spjallfélaga hans, sem fór fram sex klukkustundum áður en sá fyrrnefndi lét til skarar skríða. 13.3.2009 04:30
Ætlar að skjóta upp gervihnetti Norður-Kóreustjórn hefur tilkynnt Sameinuðu þjóðunum að snemma í næsta mánuði verði skotið þar á loft gervihnetti. 13.3.2009 04:15
Þrettán Serbar dæmdir fyrir fjöldamorð í Króatíu Serbneskur stríðsglæpadómstóll dæmdi í dag 13 Serba í allt að 20 fangelsi fyrir aðild að fjöldamorðum fyrir 18 árum. Mennirnir tóku þátt í fjöldamorðum á rúmlega 200 Króötum sem voru stríðfangar og voru teknir af lífi án dóms og laga. 12.3.2009 23:39
Sextán enn saknað eftir þyrluslys við Nýfundnaland Þyrla hrapaði í hafið suðaustan af strönd Nýfundnalands í dag og er 16 enn saknað. Karlmaður sem fannst skömmu eftir slysið var fluttur á sjúkrahús og þá fannst eitt lík fyrr í kvöld. 12.3.2009 22:47
Morðinginn greindi frá áformum sínum á netinu Þýskur unglingsstrákur sem myrti fimmtán manns í bæ í Þýskalandi í gær varaði við árásinni á spjallrás á netinu kvöldið áður en hann lét til skarar skríða. Honum þótti sem hann væri misskilinn og afskiptur. 12.3.2009 19:04
„Gervi“-tungl Norður-Kóreumanna senn í loftið Opinber fréttastofa Norður-Kóreu segir ríkið nú hafa greint Alþjóðasiglingamálastofnuninni frá þeirri áætlun sinni að skjóta upp gervitungli og koma því á sporbaug. 12.3.2009 08:09
Pennafærir flugmenn óskast Flugfélagið Air-Asia leitar nú að flugmönnum, sem ekki er í frásögur færandi nema hvað þeir þurfa ekki að kunna að fljúga. 12.3.2009 07:39
Bill Gates nær toppsæti Forbes á ný Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur endurheimt toppsætið á listanum yfir auðugustu menn heimsins samkvæmt Forbes Magazine. Hann velti þar með fjárfestinum Warren Buffett úr sessi en margt hefur breyst á lista Forbes eftir að efnahagshrun heimsins þurrkaði út tvö þúsund milljarða dollara af bankareikningum auðmanna heimsins. 12.3.2009 07:36
Orrustuþota nánast straukst við fis Það virðist nánast kraftaverk að ekki varð stórslys þegar Tornado-orrustuþota Konunglega breska flughersins þaut fram hjá svokölluðu fisi, eins konar vélknúnum svifdreka, í aðeins tíu metra fjarlægð. 12.3.2009 07:32
Fasteignaverð í Bretlandi gæti fallið um 55 prósent Fasteignaverð í Bretlandi gæti fallið um 55 prósent í viðbót við það sem þegar hefur gerst. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjárfestingarbanka þar í landi. 12.3.2009 07:25
Kretschmer myrti einkum kvenmenn Kvenkyns nemendur og kennarar skólans í Winnenden í Þýskaland virðast einkum hafa verið skotmörk hins 17 ára gamla Tim Kretschmer sem gekk berserksgang í gær og myrti 15 manns. 12.3.2009 07:21
Mótmæla ofbeldi öfgahópa Nokkur þúsund manns, jafnt kaþólskir sem mótmælendur, komu saman í Belfast á Norður-Írlandi í gær til að mótmæla ofbeldi öfgahópa, sem vilja kveikja á ný í glæðum átaka um aðskilnað frá Bretlandi. 12.3.2009 06:00
Biden segir ástandið versna Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir ástandið í Afganistan fara versnandi. Sama gildi um nágrannaríkið Pakistan. Hann hvetur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að taka höndum saman gegn Al Kaída og öðrum öfgahópum í þessum heimshluta. 12.3.2009 05:00
Vélmenni komi í stað kennara í barnaskólum Japanskir vísindamenn hafa búið til vélmenni sem hjálpað getur til við kennslu í barnaskólum. Vélmennið Saya getur sýnt undrun, hræðslu, fyrirlitningu, reiði, gleði og sorg. Enn sem komið er getur hún þó einungis sagt nöfn nemenda og gefið einföld fyrirmæli. 12.3.2009 04:30
Segja fíkniefnabaráttu vonlitla Fíkniefna- og glæpavarnaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að baráttan gegn fíkniefnum á heimsvísu sé að tapast. Í nýrri skýrslu frá skrifstofunni segir að allt sé vaðandi í fíkniefnum, allt of margir séu háðir þeim og of mikið af glæpum og ofbeldi tengist fíkniefnaviðskiptum. 12.3.2009 04:30