Erlent

Vilja að forsetinn segi af sér

Mikhaíl Saakashvili
Mikhaíl Saakashvili

Yfir hálft þriðja þúsund manna gengu um götur Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í gær og kröfðust afsagnar Mikhail Saakashvili, forseta landsins.

Gagnrýnendur forsetans saka hann um að bera ábyrgð á átökunum við Rússa sem brutust út í ágúst 2008, en í þá hertóku Rússar sjálfstjórnarhéruðin Suður-Ossetíu og Abkasíu og óttast sumir að frekari landsvæði verði hertekin víki hann ekki úr embætti.

Saakashvili var endurkjörinn í janúar 2008. Hann hefur neitað að segja af sér og segist ætla að starfa út kjörtímabilið sem lýkur 2013, en mótmælendur vilja setja honum afarkosti víki hann ekki fyrir 9. apríl. - ag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×